Einkakennsla

Nokkur ráð þegar finna á rétta einkakennarann

Aukatímar hjá einkakennara eru ein besta leiðin til að ná árangri í námi. Það getur verið snúið að velja rétta einkakennarann og skipuleggja aukatímana. Hér eru nokkur ráð:

  1. Veldu kennara fyrir þitt námsstig (grunnskóla, menntaskóla, háskóla) og reynslu í faginu sem þig vantar aðstoð í (stærðfræði, efnafræði, íslensku, dönsku, o.s.fv.).
  2. Ef þú veist um aðra sem eiga í svipuðum erfiðleikum getur þú spurt kennarann hvort hann/hún geti kennt hóptíma. Þú færð ekki alveg eins persónulega aðstoð en það getur verið ódýrara.
  3. Spurðu kennarann þinn hvort hann/hún sé til í að taka stutta tíma á (t.d. á Skype) ef þig vantar bara smá aðstoð.
  4. Einkatímar virka best ef þú og einkakennarinn þinn hittist oft með reglulegu millibili. Þú getur þá æft þig milli tíma og fengið aðstoð við námið sem er sérsniðin að þér.
  5. Búðu til prófíl á Kenna.is. Fyrir aðeins 2490 kr/mánuði getur þú sent skilaboð á eins marga einkakennara og þér sýnist. Spjallaðu aðeins við kennarann áður en þið bókið tíma til að sjá hvernig þið náið saman og spurðu út í reynslu og kennsluaðferðir.

Gangi þér vel í einkatímunum!